06.02.2011

Icelandair heldur skautaviðburð á skautasvelli Kendall-torgsins í Boston, Massachusetts, þann 5.mars næstkomandi til styrktar Vildarbarnasjóði flugfélagsins og barnaspítalans í Boston. Fjáröflunarviðburðurinn ber nafnið „The Last Bostonian Skating“.

Keppt verður í alls kyns skautakúnstum og eru verðlaunin ekki af verri endanum, ferð til Íslands. Í fréttatilkynningu Icelandair segir „Engar áhyggjur ef þú ert ekki tilbúinn á Ólympíuleikana; í raun og veru er sóst eftir takmarkaðri skautareynslu.“

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsíðu Icelandair. Þar er skráning hafin og stendur hún til 14.febrúar næstkomandi.