24.10.2009

Í dag 24. október, fór fram 13. úthlutun úr sjóði Vildarbarna og af því tilefni fékk stjórn Vildarbarna Vildarengilinn að gjöf.

Vildarengillinn er söfnunarátak fyrir Vildarbörn og er hann seldur um borð í vélum Icelandair, einnig er hægt að kaupa hann á netinu í gegnum Saga Shop með Vildarpunktum.

Átakið hófst í byrjun október og hafa undirtektir verið ótrúlega góðar.

stjorn_tekur_vid_Vildarenglinum

Á mydinni eru Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Peggy Helgason, Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Icelandair, Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands og verndari sjóðsins, Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður Markaðs- og viðskiptaþróunnar Icelandair, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair og Stefán J. Hreiðarsson, Forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.