19.10.2009

Þann 6. október síðast liðinn hófst sala á Vildarenglinum sem er söfnunarátak fyrir Vildarbörn Icelandair.

mynd_Vildarengill

Sjóðurinn er fjármagnaður með fimm vegu. Í fyrsta lagi með stofnframlagi Icelandair að fjárhæð 3 milljónir króna. Í öðru lagi með framlögum frá félögum í Vildarklúbbi Icelandair, sem geta gefið frjálst framlag í Vildarpunktum árlega. Í þriðja lagi með mynt sem farþegum býðst að setja í umslög sem eru í sætisvösum véla Icelandair og flugfreyjur / þjónar félagsins taka á móti umslögunum. Í fjórða lagi með söfnun í söfnunarbaukum sem eru í andirinu hjá söluskrifstofu Icelandair, Keflavíkurflugvelli og í áhafnarherbergi. Og í fimmta lagi er salan á Vildarenglinum sem er seldur um borð í vélum Icelandair og einnig er hægt að kaupa hann á netinu í gegnum Saga Shop með Vildarpunktum.

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Framlag þitt gerir þessum börnum, ásamt fjölskyldum þeirra, kleift að láta draumaferðina verða að veruleika. Sjóðurinn var stofnaður af Icelandair sumardaginn fyrsta árið 2003.

Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands.

Formleg stofnun Vildarbarna byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason undanfarin 20 ár, um að geta veitt börnum á Íslandi og í nágrannalöndum sem og fjölskyldum þeirra tækifæri á að upplifa ævintýri í útlöndum.

Frá stofnun sjóðsins hafa að meðaltali um 50 börn fengið úthlutað úr sjóðnum á ári hverju og hafa þau ásamt fjölskyldum sínum ferðast á vegum sjóðsins til allra áfangastaða Icelandair.

Á heimasíðu Vildarbarna, www.vildarborn.is, eru upplýsingar um sjóðinn, ferðasögur og myndir frá börnunum sem hafa farið í sína draumaferð.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja Vildarbörn enn frekar er meðal annars hægt að gefa Vildarpunkta til Vildarbarna sem nýtast þeim í draumaferðinni.