31.10.2008

Hópur langveikra barna ásamt foreldrum og starfsfólki frá Boston eru í heimsókn á Íslandi í boði Vildarbarna Icelandair í tilefni af úthlutun úr sjóði Vildarbarna á morgun, fyrsta vetradag. Hópurinn tengist Barnaspítalanum í Boston en þar hafa fjölmörg íslensk börn gengist undir aðgerðir á síðustu árum.

Hópurinn lét ekki veður og færð á sig fá, enda kominn langan veg til Íslands. Þau fóru gullna þríhyrninginn og stoppuðu meðal annars við hinn mikilfenglega Gullfoss.