23.04.2007

Menningarsjóður Landsbankans afhenti Vildarbörnum einar milljón króna styrk þann 11. apríl síðastliðinn. Þessi styrkur er stærsta einstaka framlag til Vildarbarna það sem af er árinu 2007. Voru Vildarbörn eitt af 75 málefnum sem hlutu styrk frá sjóðnum, en málefnin eru öll í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans sem gerir öllum viðskiptavinum Landsbankans kleift að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Um var að ræða stærstu einstöku úthlutun Menningarsjóðs Landsbankans til þessa. Landsbankinn opnaði þjónustuna Leggðu góðu málefni lið í Einkabankanum 1. júlí á síðasta ári í tilefni af 120 ára afmæli bankans. "Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta framlag Landsbanka Íslands og þann hlýhug sem bankinn hefur sýnt þessu málefni frá upphafi," sagði Sigurður Helgason stjórnarformaður sjóðsins. "Markmið Vildarbarna er að gera sem allra flestum börnum kleyft að komast í draumferðina og framlög á borð við þetta gera okkur kleyft að styðja sífellt stærri hóp til þess. Við erum því mjög ánægð með að vera í hópi 75 aðila sem viðskiptavinum Landsbanka Íslands býðst að styðja. Við erum ungur sjóður og í þessu felst því mikil viðurkenning á starfi okkar". Leggðu góðu málefni lið er þjónusta í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans. Þjónustan gerir öllum viðskiptavinum Landsbankans kleift að leggja sitt af mörkum til samfélagsins á einfaldan og þægilegan hátt. Á vefsvæðinu gottmalefni.is eru allar upplýsingar um þjónustuna Leggðu góðu málefni lið.