8. febrúar. við vöknuðum eldhressar enda ferðadagurinn mikli framundan við systurnar fórum í skólann því flugið var ekki fyrr en seinni partinn, en spennan hjá okkur systrum var mjög mikil þennan dag og erfitt að einbeita sér í skólanum hihi, en svo var lagt af stað útá völl um kl.14.30, flugið út tók á 9 tímann því mikill mótvindur var en við systurnar gátum dundað okkur við að spila, lita, horfa á myndir og hlusta á tónlist svo þegar við lentum í Orlando var rosalegt myrkur úti þannig að ég sá ekki mikið en það var í lagi því allir voru mjög þreyttir, við hittum Heidi og fengum bílinn og fórum beint uppá hótel að leggja okkur en ferðin þangað gekk mjög vel.

9. febrúar Ég vaknaði mjög snemma eða kl. 5 á staðartíma og var frekar fúl yfir því að ekki væri komin dagur hehe, en svo þegar allir voru vaknaðir var ákveðið að skreppa á Denny's og fá sér góðan ekta amerískan morgunmat enda átti stóra systir okkar afmæli 15. ára hún fékk afmælissöng og köku á Dennys. Eftir morgunmatinn var ákveðið að fara versla inn enda ekkert til hjá okkur svo við fórum í Target og VÁ hvað það er stór búð og allt til þarna mig langaði næstum í allt en ég bíð spennt eftir að komast í Build a Bear búðina því það er stór draumur hjá mér að eignast þannig bangsa og ég er búin að safna miklum pening til að kaupa mér bangsa og fullt handa honum svo þar ætla ég að versla en svo ákváðum við bara að fara uppá hótel í sundlaugina því veðrið var rosa gott og mikið gaman að leika sér þar.

10. febrúar. Vöknuðu allir snemma eða kl. 7 og fengum okkur morgunmat og ákváðum að fara í Florida Mall því það var spáð smá rigningu og við vildum ekki fara í Disney í þannig veðri en í mallinu eru fullt, fullt af búðum en við fórum beinustu leið í búðina mína þar valdi ég bangsa og keypti fullt handa henni Dísu Líf en bangsinn minn fékk það nafn, það tók langan tíma að labba um Mallið enda risa stórt en allir fundu eitthvað fyrir sig og enduðum við á að fara á McDonalds svo heim og þar lék ég mér með bangsann þar til ég fór að sofa.

11. febrúar. Vöknuðum öll eldhress og ákváðum að fara skoða International Dr. Og eitthvað outlett en þar var mikið skoðað og fékk ég eina peysu rosa flotta svona Adidas peysu en svo sat ég úti með pabba á meðan mamma og systur mínar voru að skoða í búðir þá kom lítil stelpa og vildi mikið skoða bangsann minn Dísu Líf, hún starði alveg á hann og fannst hann rosa flottur og líka fötin sem hann var í, mamma hennar og pabbi þurftu að ná í hana því hún var svo hrifinn af bangsanum mínum og vildi bara klappa honum hihi en svo þegar við vorum búin þarna var ferðinni heitið heim og þar fengum við okkur pizzu og spiluðum.

12. febrúar. Vöknuðu allir snemma og skelltu sér í sturtu og gerðu sig til fyrir Disney, ég var alveg gáttuð þegar ég kom þangað það var alveg heill hellingur af stæðum þarna kannski fyrir alla bíla á Íslandi, fljótlega þegar ég kom inní Disney sá ég flottu Höllina !! En við þurftum að taka bát til að fara nær og komast alveg inní garðinn og vá hvað allt er fallegt þegar við komum yfir sá ég höllina miklu miklu betur en strax sá ég Mjallhvíti, Plútó, Andrésínu, omfl. Við löbbuðum út um allt og sáum Andrés Önd, Mikka Mús, Jasmine prinsessu, Aladin, Bangsímon, Tuma tígur og Íkornanna svo kom allt í einu sýning þá sáum við allar prinsessurnar, dansara ofl þ.á.m flottustu prinsessuna mína Þyrnirós, Váá hvað hún var flott, sýningin var alveg geggjuð með flugeldum og allt við fórum líka í rússíbana, hringekju ofl. Ég hef bara eitt um þennan dag að segja, DRAUMAR RÆTAST!! Ég elska Disney 

13. febrúar. Byrjuðum á því að skella okkur í búðina svo aftur heim svo fórum við bara að sóla okkur og svamla í lauginni og þar eignaðist ég vinkonu sem er frá Florida og heitir Adriana við lékum okkur mikið saman í sundinu svo fórum við heim að taka okkur til fyrir Down Town Disney því við ætlum að borða í Rainforest Cafe við urðum að bíða í 1 klukkutíma eftir borði svo við gengum um það var sko gaman og mikið að skoða og prufa svo var maður þarna á sviði að kenna dansa við lög og við dönsuðum alveg helling geðveikt gaman svo fórum við á matsölustaðinn sem var alveg geggjaður ég fékk brúsa svo voru apar og tígrisdýr ofl. dýr allt gervi náttúrulega svo voru tré út um allt sog það kom reglulega þrumur og eldingar og dýrahljóð rosalega gaman ég fékk líka að eiga brúsann ef ég fer einhvern tímann aftur til Orlando þá fer ég pottþétt á þennan veitingastað aftur. Svo fórum við öll dauðþreytt heim að sofa. 

14. febrúar. Vöknuðum snemma því ákveðið var að fara i Sea World og vá hvað það er flott þar við fórum beint á sýningu sæljónanna það var geðveikt en mér var búið að líða frekar illa svo pabbi fór með mig beint útaf sýningunni þegar hún var að enda og ég rétt náði í næsta runna og ældi og ældi oojjjjj en svo drifum við okkur á næstu sýningu og þá leið mér aðeins betur og fékk mér meira vatn og svona við fórum á allar sýningarnar sem voru í boði og voru allar skemmtilegar svo fórum við í rússíbana ofl oftar en einu sinni geggjað gaman þetta er frábær garður.  

15. febrúar. Þetta var rólegur dagur allir sváfu út eða þannig svo fórum við aðeins í búðir svo bara heim á hótel í sund því veðrið var æðisleg, nutum dagsins á hótelinu síðasta daginn.

16. febrúar. Vöknuðum tímanlega og kláruðum að taka okkur til og tékkuðum okkur svo út, fórum aðeins í búð svo var bara fengið sér góðan hádegismat og farið út á völl, ferðin heim var mun styttri eða tók rétt 7 tíma og svaf ég mest alla leiðina.

Ég vil þakka ykkur hjartanlega fyrir ógleymanlega draumaferð, við fjölskyldan höfum aldrei farið í svona frábæra verð og eigum aldrei eftir að gleyma henni ALDREI!!

Mér fannst mjög gaman að geta boðið fjölskyldunni minni út og sérstaklega systrum mínum sem hafa aldrei í þessi 6 skipti sem ég hef þurft til Bandaríkjanna í aðgerð komist með.

Svo þetta var ekki bara ferð sem uppfyllt minn draum heldur okkar allra.

Takk enn og aftur.

Munum Draumar geta ræst!!

Kær kveðja Anney Birta Jóhannesdóttir og fjölskylda.