Tilgangurinn með sjóðnum

Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.
Teikning af barni með tuskudýr að horfa út um gluggann í flugvél

Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.

Verndari Vildarbarna

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Mynd af frú Vigdísi Finnbogadóttur, verndara sjóðsins

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Fjármögnun

Sjóður Vildarbarna hefur að mestu verið fjármagnaður með þrenns konar hætti:

1

Með stofnframlagi Icelandair og með rausnarlegum stuðningi Sigurðar Helgasonar og Peggy Helgasonar.

2

Með framlögum frá Saga Club félögum í formi Vildarpunkta. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Vildarbarnasjóðsins.

3

Með kortagreiðslu eða með afgangsmynt sem hægt er að koma áleiðis til áhafnar á meðan á flugi stendur.

Framlög fyrirtækja

Fjölmörg fyrirtækið hafa stutt sjóð Vildarbarna Icelandair í gegnum tíðina með rausnarlegum framlögum. Vildarbörn, stofnendur sjóðsins og stjórn Vildarbarna vilja koma á framfæri þakklæti sínu fyrir örlæti þessara fyrirtækja. Hvert framlag hefur áhrif og styrkir sjóðinn í starfi sínu.

Fjölmörg fyrirtækið hafa stutt sjóð Vildarbarna Icelandair í gegnum tíðina með rausnarlegum framlögum. Vildarbörn, stofnendur sjóðsins og stjórn Vildarbarna vilja koma á framfæri þakklæti sínu fyrir örlæti þessara fyrirtækja. Hvert framlag hefur áhrif og styrkir sjóðinn í starfi sínu.

Val á umsóknum

Fjöldi umsókna sem berst Vildarbörnum ár hvert skipta hundruðum. Fagnefnd Vildarbarna vegur og metur allar umsóknir af kostgæfni, enda stórt verkefni og í mörg horn að líta. Stjórn Vildarbarna óskar þess að umsækjendur hafi fullan skilning á því að styrkveitingar takmarkast við fjárupphæð sjóðsins. Sjóðurinn starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Fjöldi umsókna sem berst Vildarbörnum ár hvert skipta hundruðum. Fagnefnd Vildarbarna vegur og metur allar umsóknir af kostgæfni, enda stórt verkefni og í mörg horn að líta. Stjórn Vildarbarna óskar þess að umsækjendur hafi fullan skilning á því að styrkveitingar takmarkast við fjárupphæð sjóðsins. Sjóðurinn starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Stjórn Vildarbarna

Sigurður Helgason

Formaður sjóðsins
Fyrrverandi forstjóri Icelandair

Peggy Oliver Helgason

Iðjuþjálfi

Ásgeir Haraldsson

Prófessor í barnalækningum
Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins

Anna Ólafía Sigurðardóttir

Sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
og klínískur dósent við HÍ

Dóra Elín Atladóttir

Forstöðumaður Vildarbarna
Icelandair

Tómas Ingason

Framkvæmdarstjóri þjónustu-,
tekju- og markaðsviðs Icelandair

Stefán Hreiðarsson

Barnalæknir með fatlanir barna
sem undirgrein

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir

Yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna HH

Fagnefnd Vildarbarna

Sigurður Helgason

Formaður sjóðsins
Fyrrverandi forstjóri Icelandair

Peggy Oliver Helgason

Iðjuþjálfi

Ásgeir Haraldsson

Prófessor í barnalækningum
Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins

Anna Ólafía Sigurðardóttir

Sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
og klínískur dósent við HÍ

Stefán Hreiðarsson

Barnalæknir með fatlanir barna sem undirgrein

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir

Yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna HH

Dóra Elín Atladóttir

Forstöðumaður Vildarbarna
Icelandair

Barn í sægrænni peysu með skutlu