Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir okkur,

Að fá svona stóra gjöf sem við höfum ekki unnið fyrir, var eins og fá jákvæðnis og Pollýönnu sprautu, sem endurnærði okkur öll og gaf okkur innspítingu í barátturþrekið sem var aðeins farið að minnka í stappi lífsins við þau mörg verkefni sem okkur var falið með dóttur okkar.  Og mynnti okkur á þessi góðu orð. “að allt hefur sinn tíma”

Og hefst þá ferðasaga Ingu

Flugferðin var ekkert mál þó að ég hafi veri óróleg fyrir ferðina.  Flugfreyjurnar voru mjög næs og óskuðu mér til hamingju með vildarferðina og alltaf tilbúnar að hjálpa og tíminn leið hratt.  En ég gat horft á sjónvarpið og svo leikið mér í tölvuleik alla tíman.  Það var kona (Heidi) sem tók á móti okkur og kenndi okkur á leiðsögutækið í bílnum og gaf mömmu og pabba góð ráð.

Fyrst fórum við í heimsókn til íslenskra vina sem búa á Florida og okkur leið rosalega vel hjá þeim í stóru fallegu húsi með sundlaug og flott. Bróðir minn fékk drauminn sinn uppfylltan, hann fékk að spila golf á mjög flottum golfvelli og mamma sinn draum en hann er að slappa af í fallegu umhverfi með góðu fólki. 

Svo var farið á Hótelið okkar sem var Tuscana Resort og það voru alltaf einhverjir krakkar í sundlaugagarðinum og við kynntumst nokkrum krökkum bæði íslenskum og enskum. 

Nú var komið að mínum draumi og pabba.  Við fórum í Sea World flottast var háhyrningasýningin (Shamu) vá hún var æðisleg. En pabbi minn vann einu sinni á bát sem veiddi lifandi háhyrninga eins og Keikó.

Tækin voru æðislegt og uppháhaldstækið mitt er Journey to Atlantis  og við rennblotnuðum en við vorum fljót að þorna í hitanum.  Pabbi og bróðir minn fóru í stóran rússibana Manta sem maður er næstum því á hvolfi og pabbi var svo ringlaður að hann þurfti að hvíla sig á eftir.  En bróðir minn gat alveg farið aftur, og aftur, og aftur .

Við fórum tvo daga í Sea World og einn í vatnsleikjagarðinn sem heitir Aquatica sem er við hliðina á Sea World og við skemmtum okkur mjög vel.

Næsti garður var Universal.  Við gátum keypt miða fyrir báða garðana Universal Studios og Univeral Island of Adventure og við fórum þrisvar sinnum. Þar var mikið af ofurhetju tækjum og leikurum eins og t.d. Spiderman.  Við fórum fyrst tvær 3D og 4D sýningar og svo Simson og Men in black og það er ekkert mál, svo komum við í Mummy og mamma sagði að við gætum alveg farið þangað líka því það var inn i húsi og hún hélt að það væri einhverskonar 3D sýning en svo var þetta bara brjálaður rússibana inn í húsin með eld og beinagrindum og öskur og læti. Við skulfum báðar þegar hann var búinn en fórum strax aftur skellihlæjandi. Ágúst Elí, bróður mínum, fannst Rockit og Dueling Dragons lang flottastir.

Einn daginn fóru strákarnir í golf og við mamma að shoppa.  Við fórum í Outlet búðirnar en það var gott að kaupa íþróttaföt og gallabuxur. Og svo fórum við annan dag í Florida Mall sem var risa stór Kringla með rosalega mörgum búðum. Og þar keyptum við systkinin Ipod sem við vorum búin að safna fyrir.  Við fórum líka á flóamarkað en það var ekkert ódýrara þar segir mamma það er best að fara í Walmart, sérstaklega ef maður ætlar að kaupa Disney dót og boli.