Í maí sl fórum við fjölskyldan til Florída í boði Vildarbarna og velunnara þeirra.

Þetta var alveg dásamleg ferð fyrir okkur öll. Þegar flugferðin var afstaðin sem var erfið fyrir móðurina en ekki hina.

Okkur var áætlaður 7 manna bíl sem var algjör draumur, reyndar vil ég bendHelena_Yr_1a fjölskyldum með lítil börn á að tékka á því við afgreiðsluna hjá bílaleigunni hvort það sé ekki örugglega barnabílstóll í bílnum.

Síðan tekur maður ástfóstri við GPS tækið í bílnum, sláið inn endastöð og leggja svo af stað á vit ævintýra. Við gistum á frábærum stað Bahama Bay resort. Þar er sundlaug og heitur pottur!! Það var gott pláss fyrir alla þar.

Við fórum í Magic Kingdom, Sea World og Animal Kingdom, heimafólk mælti einnig með BuscHelena_Yr_3h Garden. Fengum unaðslegan mat á Red Lobster, heimsóttum McDonalds í dúndrandi rigningu og eldingum.

Það er mjög gott áður en farið er út að biðja lækni barnsins eða heimilislækni að gera vottorð sem lýsir fötlun barnsins eða aðrar þær ástæður sem gera það að verkum að vont er að bíða í löngum biðröðum þá fást fast-pass (flýtimiðar) þá erHelena_Yr_2 biðröðin mjög stutt, yfirleitt.

Alltaf hafa vatnsflöskur með, mjög mikilvægt, góða skapið, ævintýraþrána og skilja allar áhyggjur (ef hægt er) eftir í fríhöfninni í Keflavík, þið getið svo sótt þær ef þið viljið á bakaleiðinni (verandi íslenskt foreldri þá sækjum við þær víst hvort sem við viljum eður ei)

Það sem við lærðum á þessari ferð er að eins og almannarómur segir: MAÐURHelena_Yr_4 PAKKAR ALLT OF MIKIÐ AF FÖTUM NIÐUR! Það þarf 2 stuttbuxur, nokkra boli og börnin eru ánægð (maður kaupir líka nokkra boli úti) Dásamleg þvottavél þarna og þurrkari, 5 manna fjölskyldan var bara alltaf í nýþvegnum fötum. Einnig var kaffivél, ísskápur með klakavél, eldavél sem okkur tókst einhvern veginn að festa einn takkann inni og þurftum að fá aðstoðarmann til að gera við hann (þurfti eitt skrúfjárn til þess).

 

Þetta var bara ólýsanlegt og við getum seint fullþakkað fyrir okkur.

Ef þið eigið eftir að fara ykkar ferð þá óskum við ykkur góðrar og og orkugefandi ferðar, ef þið eruð búin að fara þá spyr ég bara: Fannst ykkur þetta ekki frábært?!

Kveðja.

Helena Ýr og fjölskylda.