Rúnar Þór Njálsson og fjölskylda fóru til Orlando í Florida 20. - 30. ágúst 2008. Mikil gleði ríkti þegar tilkynningin kom mörgum mánuðum áður, að Rúnar Þór hafi verið valinn ásamt mörgum öðrum börnum sem Vildarbarn hjá Icelandair. Runar_Tor_1

Ákveðið var að fara til Orlando eftir töluverðar vangaveltur og vinnu við aðra hugmynd sem hann hafi um sína draumaferð. En þar sem hlutirnir einfaldlega gengu ekki upp þá var ákveðið að skella sér til Orlando og þá var ekki mikið úrval um dagsetningar til að komast þangað og því var farið á þessum tíma sem kannski er ekki mjög hentugur vegna fellibylja.

Hér erum við að ganga út að flugvélinni , Sigmar Ingi 11 ára bróðir Rúnars Þórs, Beggi móðurbróður Rúnars Þórs, Njáll faðir Rúnar Þórs keyrir hjólastólinn sem Rúnar Þór þarf að nota alla daga og svo Jói sem er sonur Begga. Í ferðinni var yngsti meðlimur fjölskyldunnar ekki með en hann heitir Heiðar Berg og er 3ja ára. Ákveðið var að taka hann ekki með því þá hefði ferðin snúist um hann og hans þarfir en ekki um Vildarbarnið þar sem aldursmunurinn er svo mikill eða 14 ár. Móðurbróðir Rúnars Þórs og Jói sonur hans komu með okkur til aðstoðar. Beggi var ráðinn sem bílstjóri og Jói sem aðstoðarbílstjóri og leiðsögutækja stjórnandi. Runar_Tor_2

Undirbúningur og brottför gekk vel, strembið var að komast í sætið í flugvélinni en það hafðist, en einmitt fyrir flugferðinni er mest kviðið fyrir af öllum sem eru með mikið hreyfihamlaða einstaklinga og vorum við engin undantekning (sko foreldrarnir) en sem betur fer gengu báðar flugferðirnar vel fyrir sig. Þegar lent var í Florida þá var hitabeltisstormurinn Fey alveg á fullu að gera fólki gramt í geði, en Fey náði að við höldum aldrei fellibyljastyrkleikanum þannig að hún var „bara hitabeltisstormur" með viðeigandi roki og rigningu.

Þegar við vorum komin með bílaleigubílinn þá var keyrt af stað með leiðsögutækið að vopni og keyrt sem leið lá í myrkri, roki og rigningu. Við komumst á áfangastað sem var Bahama Bay Resort, en það er íbúðahótel þar sem ákveðið vaRunar_Tor_3r að við yrðum því þar væri aðgengið svo gott fyrir þá sem eru í hjólastól. En þá er spurning, hvað er gott aðgengi? Þarna voru t.d. dúnmjúk teppi um alla íbúð nema á baðherbergjum og eldhúsi þannig að Rúnar Þór komst ekki um íbúðina þar sem vonlaust var að ýta sér áfram við þessar aðstæður, hann sem samt var fastur í teppinu, ekki komst hann undir baðherbergisvaskinn svo vel væri. Baðherbergin voru 2 svefnherbergin voru 3, í öðru baðherberginu var baðkar og í hinu sturta en hvortugt gat hann notað því í sturtunni voru rennihurðir og mjög hátt þrep upp í sturtuna þannig að engan veginn var hægt að athafna sig við það að koma honum í sturtuna...það sem bjargaði málunum var það að í aðalbyggingu hótelsins þar sem sundlaugin er í garðinum þá er þar sturtuaðstaða fyrir gesti sem við gátum nýtt okkur með því að flytja hjálpartækin á milli húsa.

Fyrstu dagana vorum við í jaðrinum á „Fay" og vorum við því nánast í roki og rigningu fyrstu 3 dagana. Þeir dagar voru því notaðir til að fara í verslanir eins og t.d. Florida Mall, Outlet, Target. ÍRunar_Tor_4 Publix var nánast öll matvara keypt og þótti fólki sérstakt að kaupa vatn og mjólk í brúsum o.s.frv. Strax fyrsta daginn fórum við á Denny‘s sem er alveg frábær staður og fórum við reyndar aftur á Denny‘s meðan á dvölinni stóð. Farið var á marga veitingastaði en upp úr stóð Outback steakhouse sem var frábær veitingastaður. Allir í ferðinni smökkuðu djúpsteikta krókódílahala á einhverjum veitingastaðnum, bragðið var mjög sérstakt og entist full lengi...(á myndinni er bílaleigubíllinn okkar fyrir utan Denny‘s)

Farið var í 4 garða á 5 dögum, þeir voru Gatorland, Busch Gardens, Sea World og Universal studios en í Universal urðum við að nota 2 daga til að komast yfir hann. Í öllum þessum görðum var reynt að taka eins mikinn þátt í og hægt var og var afskaplega gaman í þeim öllum því þeir voru ólíkir eins og þeir voru margir. Í Sea World var mjög gaman af öllum þeim sýningum sem voru í boði og alveg með ólíkindum hvað hægt er að gera með villtum dýrum.

Runar_Tor_7 Runar_Tor_8 Runar_Tor_6
Rúnar Þór varð fyrir óhappi í fyrstu rússibanaferð sinni en hann fékk slink á bakið og átti því ekki möguleika á þátttöku í öðrum lRunar_Tor_11eiktækjum en hann tók þessu með mikilli ró og naut þess að þvælast um garðana með okkur og algjörlega sáttur við það þó bróðir hans og frændi fóru í tækRunar_Tor_10in og tólin.

Sigmar Ingi var mikill áhugamaður um froskaveiðar og náði froskum og færði bróður sínum sem þótti þetta bara fyndið, þó þeir stukku jafnvel á hann í öllum látunum.
Næst síðasta daginn komumst við niður á strönd sem var afskaplega gaman.

Florida ferðin gekk vel í alla staði en auðvitað hafði veðrið áhriRunar_Tor_12f því við vorum búin að ákveða okkur að fara í nokkra garða og fyrst veðrið lét svona við okkur þá urðum við að fara í alla garðana á svo stuttum tíma í stað þess að geta dreyft álaginu svolítið og slakað á inn á milli. En svona er bara lífið, við ráðum ekki við allt þó við viljum. Mikið var fylgst með fréttum og þá sérstaklega veðurfréttum því fellibylurinn Gústav var að æða upp Mexikóflóann og fengum við eitthvað af honum og svo var Hanna á leiðinni þannig að síðasta daginn kvaddi Florida okkur með ofsa roki og rigningu...En eins og ég segi þá var ferðin vel heppnuð þrátt fyrir veðurofsann.

 

Kærar þakkir fyrir okkur með von um að mörg börn og fjölskyldur þeirra á komandi árum eigi eftir að upplifa það að komast út í heim í boði Vildarbarna hjá Icelandair.

Rúnar Þór Njálsson og fjölskylda frá Blönduósi