Í apríl 2008 fengum við fjölskyldan þær gleðifréttir að sonur okkar hann Ingólfur Már hafði verið valinn sem vildarbarn Icelandair.

Þetta var ótrúleg upplifun að fá svona fréttir og yndisleg stund sem við áttum með öllum hinum börnunum sem höfðu verið valin sem vildarbörn líka og fjölskyldum þeirra og starfsfólki Vildarbarna Icelandair, þarna á Hótel Nordica í apríl 2008. Maður varð snortinn af þessari góðsemi og hlýju sem maður fékk þarna. Einnig fannst okkur alveg magnað að hitta verndara sjóðsinns hana Vigdísi Finnbogadóttur.

Þegar við vorum búin að átta okkur á því að þetta væri ekki draumur og við værum í raun og veru að fara í eitt stykki draumaferð þá settumst við niður með syni okkar og spurðum hvert hann vildi fara. Við sýndum honum hina og þessa staði og varð Orlando í Florida fyrir valinu, eins og hjá svo mörgum.

Við töluðum við Dóru og ákvöðum tímasetningu á ferðinni sem varð í janúar 2009. Ingólfur og systur hans tvær voru orðin mjög spennt þegar kom að henni enda var biðin búin að vera löng. Það var búinn að vera töluverður undirbúningur fyrir ferðina af ýmsu tagi og hvað varðar að fara í annað land sem talað er annað tungumál var Ingólfur búinn að undirbúa sig vel. Hann var búinn að spyrja alla þá sem vildu honum svara hvernig hann segði þetta og segði hitt á ensku, því hann vildi sko bjarga sér. Það voru líka ýmsar spurningar um hvernig matur væri úti, húsin sem fókið svæfi í, hvernig væri bíllinn o.s.frv. Ótal spurningar sem brunnu á okkar manni. Þeim var öllum svarað af bestu getu og svo kom að stóra deginum. Ingolfur_Mar_13 Ingolfur_Mar_14

Sá dagur var stór í orðsins fyllstu merkingu því þetta var í fyrsta skipti sem Ingólfur,systur hans tvær og móðir hans voru að fara út fyrir Íslands strendur og fyrsta skipti í flugvél. Vegna þessa byrjaði ævintýraförin strax uppá Keflavíkurflugvelli, brottfaramegin. Þangað hafði enginn nema pabbinn stigið fæti.

Ingólfi leist voða vel á þessa kalla í öryggisgæslunni og fannst þetta mikið fjör að vera þarna. Ennþá skemmtilegra fannst honum að fara í stóru flugvélina sem og systrum hans. Hann var smá smeykur í flugtaki þegar hann fann þrýstinginn en það lagaðist nú fljótt. Hann og systur hans voru dekruð í kaf af flugfreyjunum og var alveg yndislegt að hafa svona góða þjónustu um borð. Afþreyingarkerfið í flugvélinni var líka alveg magnað og voru börnin sko ekki lengi á fikra sig áfram á því. Flugið tók smá á börnin og voru annsi þreytt þegar þau stigu út úr vélinni á Sanford flugvelli. Þar fengum við þennan flotta bílaleigubíl sem var svo stór og rúmgóður að það var alveg feiknamikið pláss fyrir alla. Þessi bíll átti eftir að reynast okkur ansi vel þessa vikuna.

Leiðin á hótelið tókst vel og beið okkar stór og rúmgóð íbúð sem okkur átti eftir að líða mjög vel í. Fyrsti dagurinn var tekinn snemma og byrjuðum við hann með smá amerískum morgunverði á Dunkin Doughnuts. Þaðan var haldið í Downtown Disney. Sá staður var ævintýraveröld í augum okkar, risastórt svæði tileinkað Disney. Þar eyddum við góðum tíma og byrjuðu margir draumar að rætast bara strax þar og var þetta góð byrjun í þessari draumaferð okkar. Ingolfur_Mar_17

Næstu daga eyddum við fjölskyldan á ýmsa vegu t.d. í hina ýmsu skoðunarferðir um Orlando og nágrenni, búðarferðir, heimsókn á slökkvistöð, skemmtiferðir í tvo skemmtigarða þ.e. Universal Studios og Gatorland. Þessi síðastnefndi stóð mest upp úr og mæli ég eindregið með honum. Þar voru eins og nafniIngolfur_Mar_16ð gefur til kynna krókudílar og mikið af þeim, um 1800 stykki. Þó voru líka fleiri dýr þarna (geitur, fuglar, köngulær, slöngur o.fl.) en mest var þó af þessum tignarlegu skepnum sem krókudílar eru. Við fengum mynd af okkur með lifandi krókudíl og kirkjuslöngu. Þetta fannst öllum alveg rosalega gaman.

Ingólfi og systrum hans fannst þó ekki síður gaman í Universal. Það eina sem setti strik í reikininginn þegar við fórum þangað var veðrið. Hann „Kári", sem við þekkjum svolítið vel hér heima á Íslandi, blés svolítið hressilega þennan dag og var frekar kalt. Það var þó mikil upplifun hjá Ingólfi og systrum hans að hitta Simpson, Shrek og Donkey, Woody Woodpekker, Jimmy Neutron og fleiri skemmtilegar fígúrur.

Ingolfur_Mar_25 Ingolfur_Mar_22

Þau fórum líka á margar sýningar og þar fóru Ingólfur og systur hans í fyrsta skipti í rússíbana. Einn daginn sem við vorum á rúntinum þá „duttum" við inn í einn bæ sem er ekki langt frá OrIngolfur_Mar_1lando sem heitir New Smyrna Beach. Þar stoppuðum við á einni slökkvistöðinni. Það var einn draumur Ingólfs að gera það sama og pabba hans. Pabbi Ingólfs er nefnilega slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og því langaði þeim fegðum að fara í heimsókn á slökkvistöð þarna úti. Þar var okkur tekið ekkert smá vel og fengum við fjölskyldan sýningartúr um stöðina, börnin fengu slökkviliðshjálma og fleira dót og einnig voru teknar fullt af myndum, ofsalega skemmtileg stund.

Ásamt þessari uppIngolfur_Mar_2fylltu ósk þá rættist ein önnur í þessum sama bæ. Sú ósk eða draumur var það að komast á alvöru strönd og það gátum við gert. Þarna í þessum bæ var þessi svakalega fallega strönd og náði hún langt sem augað eygði. Sandurinn og sjórinn var draumi líkast og þótt svo að við stæðum ekki þarna á sundfötunum og værum að hoppa í sjóinn þá var þetta mögnuð stund að sjá þetta. Við tókum smá sýnishorn af sandinum með okkur heim og einnig týndum við fallegar skeljar og kuðunga sem við fundum þarna, sem við geymum í minningarboxinu.

 

Í þessari ferð nýttum við tækifærið að heimsækja frænku Ingólfs föðurmegin, en hún býr ásamt sinni fjölskyldu rétt fyrir utan Orlando í bæ sem heitir Jacksonville. Þangað fórum við og eyddum góðum tíma í faðmi stórfjölskyldunnar,yndislegur tími.

Varðandi veður þá var það ekkert sérstakt og eiginlega bara frekar slæmt miða við Orlando mælikvarða. Veðurfréttamenn sögðu að ekki hafi komið svona slæmt kuldatímabil þarna í Orlando hátt í 30 ár. Við gátum t.d ekki farið í þessa flottu sundlaug sem var á hótelinu nema einu sinni, því það var svo kalt. Einn morguninn þurftum við meira segja að skafa af rúðinni því það frysti eina nóttina. Við létum nú samt þetta kuldatímbil þarna úti ekki á okkur fá enda var þetta bara eins og ágætis vorveðIngolfur_Mar_9ur hér með smá vindi, við Íslendingar erum jú öllu vön. Ingolfur_Mar_21

Pabbi Ingólfs fékk einmitt fyndið „comment" í Gatorland. Þar gekk hann inn í garðinn á stuttermabol á meðan allir voru að frosna og voru í þykkum peysum eða jökkum/úlpum. Hann var spurður að því; "where are you from?" frá starfsmanni þarna í Gatorland. Þegar hann sagði að við værum frá Íslandi að þá sagði starfsmaðurinn " ok,that's no wonder you're walking around in your T-shirt ....this is warm for you guys".

Við náðum að versla soldið en þurftum svolítið að halda að okkur höndum þar sem gengið var mjög hátt þegar við vorum úti (131kr.). Við prufuðum að borða úti á t.d Denny's, Longhorn og fleiri stöðum en við versluðum líka í matinn í Wall Mart og þannig verslunum og var úrvalið af öllu alveg yfirþyrmandi. Við prufuðum eitt og annað, sem ekki fæst hér samanber Corndog, sem Ingólfi þótti alveg savakalega gott. Í körfuna bættist svo eitt og annað, því nóg var að velja. Við náðum allavega að koma með heim alveg ágætis kynningu af vörum frá Ameríku. Börnin fengu allavega nóg af minningar gripum.

Ingolfur_Mar_23 Ingolfur_Mar_27 Ingolfur_Mar_3

En þrátt hátt gengi á krónunni og frekar skringilegt veður þá létum við þetta ekki á okkur fá. Við fengum þessa draumaferð og hún var það, alveg frá a-ö. Við vorum þarna sem fjölskylda í fríi sem er eitthvað sem við erum ekki vön að vera. Þetta var alveg yndisleg stund, yndislegur tími. Ég held ég geti fullyrt að allir hafi notið sín. Það voru margir draumar sem rættust, litlir sem stórir, og stóð því þessi ferð svo sannarlega undir nafni.

Við settum svo peninga í umslög Vildarbarna á leiðinni út og heim, til að setja í sjóðinn svo fleiri börn og fjölskyldur þeirra geti fengið að fara í svona ævintýraför, eins og við. Ingolfur_Mar_7

 

Þetta er alveg magnað framtak og verðum við ævinlega þakklát Vildarbörnum Icelandair fyrir að hafa veitt okkur þetta tækifæri. Yndislegt. Þessi ferð mun svo sannarlega varðveitast í minningu okkar allra.

 

 

 

 

Takk kærlega fyrir okkur Vildarbörn Icelandair. Megi guð blessa ykkur öll og ykkar starfsemi um ókomin ár.

Með fyrir fram þökk og vinsemd

Fyrir hönd Ingólfs Má og fjölskyldu minnar

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir.