Mig langar að segja ykkur frá ævintýraferð til Orlando með mömmu og ömmu sem við fórum í boði Vildarbarna Icelandair.

Ég heiti Guðjón Þór og er 14 ára. Þetta byrjaði allt með símtali frá Icelandair til mömmu og kona var að tilkynna henni að ég hafi verið valinn til að fá draumaferð mína í boði Icelandair: Flug, gistingu, bílaleigubíl, dagpeninga og inn í skemmtigarð sem ég mundi velja. Mamma kom alveg af fjöllum og hringdi þá í ömmu og spurði hana hvað væri í gangi og hvað hún hefði verið að gera. Þá kom í ljós að amma hafði sótt um fyrir mig.

Þetta var æðislegasta fermingargjöf sem ég hefði getað hugsað mér. Svo sumardaginn fyrsta fórum við að taka á móti vinningnum á Hótel Loftleiðum og ég hitti frú Vigdísi Finnbogadóttir. Mér fannst það rosalega merkilegt, ég ræddi lengi við hana. Orlando var fyrir valinu því að þetta erGudjon_Tor_1 svona ferð sem maður fer svona einu sinni á ævinni ef maður fær tækifæri til þess.

2. október. Ég var í fríi í skólanum vegna þess við vorum að fara út. Ég var bara í tölvunni til 2 þá fórum við með Gretti köttinn minn upp í Kattholt. Svo fórum við út á flugvöll. Flugið tók 7 tíma og mér þótti það dálítið langt. Þegar við komum til Orlando þá fengum við bílaleigubílinn og fórum svo á hótelið að sofa.

3. október. Við byrjuðum daginn að fara í Wall-Mart til að kaupa aðeins í ísskápinn við vorum með GPS tæki í bílnum og stilltum það. En þegar við vorum uppi á miðri brú sagði tækið "you have arrived". Mér þótti það alveg rosalega fyndið, en sem betur fer var verslunin bara stutt hjá.

Svo fórum við í Ripley's Believe It or Not. Húsið var allt á ská og inni voru alveg ótrúlegir hlutir svo var farið í Wonderworks en það hús var á hvolfi. Þar var nálarúm og margt annað skemmtilegt. Við fórum svo á Pizza-HutGudjon_Tor_5 og fórum svo heim á hótelið að sofa.

4. október. Við fórum í Magic Kingdom í Disney World. Við fórum í æðislegan rússibana sem heitir Space Mountain og svo fórum við í 3D mynd sem heitir Mickey´s PhilharMagic hún var æðisleg og amma talaði alla ferðina hvort við ættum ekki að fara aftur að sjá hana. Það var rosalega heitt sérstaklega nálægt hádeginu að ég þurti að finna mér skugga til að vera í. En þetta var rosalega góður dagur.

5. október. Í dag fórum við í Epcot. Þarna fórum við til ótrúlega margra landa, t.d. Mexico, Noregs, Kína, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Frakklands og fleira. Ég hlakkaði mikið að koma heim og segja öllum hvað ég hafði farið til margra landa(ha ha ha). Gudjon_Tor_4

6. október. Við fórum í Discovery Cove í dag. Fórum að synda með höfrungi sem heitir C.J. Þegar maður skvetti á hann skvetti hann á móti hann var rosalega skemmtilegur. Svo fórum við að synda og snorkla með skötum og rosalega mörgum tegundum af fiskum. Á einum stað var maður að synda framhjá hákörlum en þeir voru í glerbúri. Þetta þótti mömmu skemmtilegasti garðurinn. Við fórum svo á veitingahús og amma fékk sér RIF og skammturinn var svo rosalega stór að við fórum að skellihlæja.

7. október. Það var stefnt á Universal Studio í dag. Fórum við í rosalega mörg tæki eins og Revenge of the Mummy og vorum við í klukkutíma í biðröðinni en það var þess virði. Þegar við komum úr tækinu komum við í verslun sem var með rosalega mikið dót frá Egyptalandi og ég keypti alveg fullt. Svo fórum við aðeins að versla föt. Þegar það var komið kvöld fórum við aftur í garðinn það var svona horror Hallowen þema. Ég lét spákonu spá fyrir mér hún var rosalega góð. Við fórum líka í TwisteGudjon_Tor_2r og sáum fljúgandi kú. Í skemmtigarðinum voru líka menn sem voru með vélsagir og voru að hræða fólk. Mamma var svo smeik við þá að við vorum næstum búin að týna henni.

8. október. Sea Wold var næst á dagskrá. Við sáum hvali, sæljón, sækýr og margt fleira. Við fórum í Journey to Atlantis vatnsrússibana og við urðum alveg hundblaut. Svo fór ég í KRAKEN, lengsta, stærsta, hraðasta og besta rússíbana í OrlandGudjon_Tor_6o.

9. október. Í dag var letidagur. Mamma og amma fóru aðeins að versla. Þegar þær komu aftur fór ég og mamma út í laug og þar fékk ég þessa gríðalegu hellu í eyrun.

10. október. Í dag var stefnan sett á Busch Gardens. Við fórum til Egyptalands og þar fór ég í Montu rússibana og tókst mér að plata mömmu með mér í eitt skipti og líka í SheiKira næst stæsta rússibana í heimi. Mömmu tókst svo að plata ömmu með mér í Montu. Við fórum svo að gefa gíröffunum þeir eru með rosalega langa tungu. Þetta fannst mér og ömmu skemmtilegasti garðurinn.

11. október. Í dag var ég komin með eyrnabólgu og hálsbólgu og var ákveðið að hafa mig heima í allan dag. Mamma og amma fóru aðeins að versla. Ég var bara heima að horfa á Disney Channel.

12. október. Í dag var ég ennþá veikur en um hádegið fórum við í galdrabúð sem amma hafði fundið sem heitir Avalon og þar var hægt að versla allt tGudjon_Tor_3il galdra, kristalkúlur, efni til að nota í seiði, galdrabækur, tarotspil, skikkjur og nefndu það bara það var til. Ég keypti nokkrar bækur og tarotspil. Svo fórum við að versla aðeins jólagjafir fyrir ættingja. Þegar við komum á hótelið fórum við að pakka vegna þess að við þurftum að skila herberginu um 11 daginn eftir.

13. október við vöknuðum mjög snemma og settum allar töskurnar í bílinn og fórum svo í Animal Kingdom. Þar var rosalega flott tré sem sem var búið að skera út dýr yfir 300 tegundir. Við plötuðum mömmu að koma með okkur á 3D mynd sem heitir It´s tough to be a bug. Mamma öskraði eiginlega allan tímann. Það var rosalega fyndið. Svo fórum við út á flugvöll og ferðin heim tók 7 og hálfan tíma. Ég fékk að fara í flugstjóraklefann. Það var æðislegt.

Ég vil þakka Vildarbörnum Icelandair fyrir þessa æðislegu ferð sem hefði örugglega aldrei orðið af nema vegna þeirra aðstoð. Þetta var æðisleg lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma.

Ástar kveðjur Guðjón.