Ferðalag til Orlando febrúar 2009

Lina_Ros_1 Á myndinni er Sigurður Rafn, Þórunn (mamma), Karl Óskar smá kremdur eins og vanalega enda minnstur, afi gamli og Lína Rós lukkudýrið. Hérna erum við að leggja af stað úr snjónum á Íslandi til Orlando.

Spennan var búin að vera ótrúleg í mánuð áður en að ferðinni kom. Allir voru alveg ótrúlega spenntir. Taldir dagarnir niður, einn af einum, skipulag var búið að vera dæmalaust, enda búið að skoða netið og skipuleggja hvern dag, hvað það væri sem fyrir okkur væri skemmtilegast.

Þegar við komum á flugvellinn fengum við þennan fína bíl með leiðsögutæki í, sem vísaði okkur í allar áttir, alveg ótrúlega þægilegt að fara eftir því. Ef við keyrðum í vitlausa átt, hringdi það bara á okkur og við urðum að snúa við. Það var smá vandamál þegar við komum að Hótelinu og við komumst ekki inn á herbergið okkar, fyrr en seint um nótt. En stundum segir maður, fall er farar heill.

Við vorum mjög ánægð að vera komin á þetta fína Tucson Resort Hotel, sem var mjög miðsvæðis og meiriháttar flott. Við sváfum ekki lengi morguninn eftir því sá fyrsti sem vaknaði, vakti alla og allir yfir sig spenntir að fara út í ævintýrið.

Lina_Ros_2

Við keyrðum fyrst á The Most Unique McDonalds in the World. Þar voru alveg ótrúlega flottur staður. Við áttum eftir að fara tvisvar í viðbót þangað meðan við vorum þarna. Þegar við komum út af staðnum spurði Karl Óskar hvar hjartað í sér væri og ég sagði honum það og hann sagði að það slái hratt.

 

Strax fyrsta daginn fórum við í Sea World og sáum þar skemmtilega sýningu, við sátum frekar framarlega og höfrungurinn skvetti á okkur og fórum við blaut út. Þetta er alveg ótrúlega fallegur garður. Í garðinum var lítill Íkorn á förundsvegi sem var alveg ofboðslega sætur.

Lina_Ros_3 Lina_Ros_4

Annan daginn forum við í Busch Gardens. Hann var mjög líflegur og skemmtiatriði á mörgum stöðum. Einnig voru klifurhús og skemmtileg tæki. Einn af rússíbönunum var allsvakalegur en Lína plataði afa sinn með sér í hann. Karl fékk lukkudýr af því að hann komst ekki í stóru rússíbanana.

Lina_Ros_6 Lina_Ros_5

Þriðja daginn vorum við þreytt bæði eftir ferðalagið og báða garðana. Afi fór að útrétta og við vorum heima og horfðum á sjónvarpið og mynd með Alvin og Íkornunum sem við keyptum í Target á leiðinni heim úr Busch Gardens. Eftir hádeigi forum við í sund á Hótelinu og síðan forum við á Dunkin Donuts stað og ævintýrlegar búðir.

Fjórða daginn fórum við í Fun spot tækjasal og Old Town Tívolí, sem var alveg frábærlega skemmtilegt. Þar var mikið mannlíf, tónlist og dansað ofboðslega skemmtilega. Við vorum reyndar á leiðinni í Sea World aftur þegar Tívolíið blasti við okkur. En krakkarnir voru eins og stjörnuljós í allar áttir. Hérna er báturinn sem farið var í næstum 50 sinnum alveg ótrúlega spennandi. Maginn á manni fór næstum á hvolf.

Lina_Ros_10 Lina_Ros_11

Fimmta daginn fórum við á Flóamarkað, síðan í Wet'n Wild. Um kvöldið fórum við til vinafólks í heimsókn.

Sjötta daginn tókum við því rólega fyrri partinn, vorum heima, en eftir hádeigi fórum við í stórt Mall og um kvöldið í Down Town Disney, þar var mikið um að vera og eftirminnilegast var þar skemmtikraftur sem bjó til allskonar dýr úr blöðrum, Mickey Mús eyru og allt mögulegt. Við borðuðum þar á Rainforest Café, við þurftum að fara í bát á staðinn og var það mjög spennandi. Inni á staðnum vorum við eins og út í skógi og þar voru fílar og apar og fleira, þrumur og eldingar birtust reglulega, svo þeim var um og ó, og lætin í öpunum var farið að pirra Línu Rós í lokin.

Lina_Ros_9Lina_Ros_8

Síðasta daginn fórum við í Adventure Island og Universal Studios. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegur dagur. Nú var komið að degjinum að fara heim, við lögðum af stað og létum ráfa á leiðinni á flugvöllinn.

Svona var nú ferðalagið okkar í stuttu máli, en þetta er búið að vera ótrúlega gjöfult fyrir okkur öll og spennandi. Þetta á eftir að verð ógleymanlegt, með miklu þakklæti til allra sem hafa stutt okkur, það er ofboðslega gott að vita að fólk styður mann þegar erfitt er.