4. júní 2008 miðvikudagur

Orlando Florida, loksins erum við komin til Orlando, við erum búin að bíða í langan tíma eftir þessum degi.

Einar_Freyr_1

Við lögðum af stað að heiman kl. 13.15 miðvikudaginn 4. júní. Við urðum að skilja tíkina okkar hana Spá eftir eina heima þangað til Stína frænka kæmi heim úr vinnunni, en hún ætlar að passa Spá á meðan við erum úti í Orlando.

Flugferðin gekk vel, við lögðum af stað frá Keflavík kl. 17.10 og lentum í Orlando eða á Stanfortflugvelli kl. 20.45 að staðartíma, (kl. 24.45 að íslenskum tíma). Heim í íbúðina vorum við komin um 3 stundum síðar, og fljótlega fórum við að sofa.

5. júní fimmtudagur

Ég vaknaði snemma í morgun og þegar allir voru tilbúnir fórum við af stað í garð sem heitir Sea World. Þar sáum við alls konar sjávardýr, við sáum tvær sýningar, á þeirri fyrri sáum við höfrunga (hnísur) sína listir sínar, þeir skvettu líka vatni á fólkið sem var á sýningunni, í staðinn fengu þeir verðlaun, fisk, frá þjálfara sínum. Einar_Freyr_2

Síðari sýningin var svipuð, en þar voru háhyrningar sem eru miklu stærri.

Ætli sé hægt að þjálfa öll dýr svona eins og búið er að þjálfa þessi dýr. T.d. hana Spá?

Við fórum líka í báta-rússibana, báturinn fór þá í gegnum hella, upp og niður brekkur og stundum var eins og bátnum væri að hvolfa. Við urðum alveg hundblaut þarna. Ásrún vildi ekki fara í þennan rússíbana.

Hitinn var mikill þennan dag, komst hæst upp í 39 stig, og við þurftum að drekka mikið af vatni.

Bjössi fór í rosa stóran rússíbana þarna, og ég heyrði fólkið öskra mikið þegar hann var að steypast niður.

Þegar við vorum búin í garðinum fórum við á hamborgarastað og fengum okkur að borða.

Bogi var ekkert voða glaður, hann hefði viljað soðna ýsu með kartöflum.

Síðan fórum við heim og allir fóru í sturtu og settu fötin í þvottavélina.

6. júní föstudagur

Við vöknuðum snemma og fórum í búðaráp, það finnst mér ekkert voðalega gaman. Fyrst fórum við í Kringluna hér í Orlando sem heitir Florida Mall. Þar keyptum við Orlando bol með engum ermum, og fengum okkur að borða.

Þegar við vorum búin að vera í verslunarmiðstöðinni, fórum við í stærstu sportvöruverslun sem ég hef séð, kannski er hún stæst í heiminum. Þar sá ég fjórhjól sem mig langar svo ótrúlega mikið að eignast.

En svo gerðist nokkuð óvænt um kvöldið, Bjössi sonur hans Boga og kærastan hans hún Ásta þau trúlofuðu sig. En sögðu okkur ekkert frá, við tókum bara eftir því daginn eftir.

 

 

7. júní laugardagur

Þessi dagur átti að vera hvíldardagur hjá okkur, en Ásta og Bjössi fundu bækling um Kennedy Space center, staðinn sem Bandaríkjamenn hafa skotið upp öllum geimförunum sínum. Svo við ákváðum að fara þangað. Einar_Freyr_3

Þessi staður er í um 80 mílur í austur af Orlanda, við Atlandshafsströndina.

Þetta er mjög stórt svæði, við byrjuðum á því að fara í 3 tíma rútuferð um svæðið, stoppað var á þrem stöðum þar sem sögð var saga geimferðanna og þau skoðuð nánar. Þegar rútuferðinni lauk, þar sem hún hófst, fórum við í eldflaugahermi. Þar vorum við beisluð ofan í sætin og líkt eftir alvöru geimskoti. Mér fannst þetta mjög skemmtileg ferð, og sérstaklega þessi eldflaugahermir, en það var eins og hann væri í alvörunni, og ég spurði Boga hvort við værum að fara út í geim í alvörunni, en Bogi sagði mér að þetta væri bara í platinu. Þegar hermirinn var kominn "út í geiminn" opnaðist þakið og þá sást niður til jarðarinnar. Ásrún þorði ekki í herminn.

Á einum stoppustaðnum þegar við vorum með rútunni keypti ég mér litla rútu, svona eftirlíkingu af þeirri sem við fórum í um flugstöðina, ég er nefnilega að safna rútum og strætisvögnum, ég keypti mér líka spil þar.

Þegar við vorum búin að skoða geimstöðina ákváðum við að fara áfram og á strönd sem er þarna í 15 - 20 mílna fjarlægð sem heitir Coco bearh ströndin. Þar gátum við farið í sjóinn og buslað svolítið.

Heim vorum við komin um kl. 8.00 um kvöldið.

Við enduðum svo á því að fara út að borða á veitingastað sem er í þessu hverfi sem íbúðin okkar er í. En við vorum ekki glöð með matinn, og sum okkar fengu illt í magann daginn eftir.

 

8. júní sunnudagur.

Nú var kominn sunnudagur, og Ásrúnu og Boga langaði að fara í kirkju. Við horfðum stundum á sjónvarpið þegar við vorum heima og þau voru búin að sjá auglýsingu um samkomu í einhverri kirkju ekki langt frá.

Við fórum í kirkju sem var stutt frá hverfinu okkar, hjá söfnuði sem er tiltölulega nýr 5 eða 6 ára. Þau halda samkomurnar sínar í grunnskóla sem er þarna rétt hjá. Þarna fannst Ásrúnu gaman að koma, líka vegna þess að að hún hefur svo mikinn áhuga á skólum. Á eftir hittum við pastorinn eða prestinn og röbbuðum við hann. Hann var svo almennilegur að hann bauð okkur sína aðstoð ef við þyrftum á að halda á meðan við værum í landinu. Hann gaf okkur meira að segja símanúmerið sitt.

Þegar samkomunni lauk þurftum við aðeins að átta okkur á leiðinni heim, tók okkur smá stund að muna hvernig við höfðum farið þangað. En ég mundi hvar við höfðum beygt út úr hverfinu, og þá komumst við heim.

Bjössi og Ásta voru ekki með okkur þarna og við kunnum ekki vel á GPS tækið, sem við kölluðum Nínu Lóu, og var alltaf gjammandi.

Eftir hádegið fórum við svo á Flóamarkað. Okkur finnst að það sé nóg að fara bara á flóamarkað, þar fæst allt, og þá þarf maður ekkert að fara í aðrar búðir. Þarna var líka fólk frá öllum heiminum að selja vörurnar sín. Eða kannski var ekki mikið frá Evrópu.

Bogi eldaði kvöldmatinn heima og hann eldaði svínasteik, frábær matur. En ég var búinn að finna stöð á sjónvarpinu þar sem verið var að sýna leik frá EM í fótbolta og þar voru Austurríki og Króatía að keppa. Ég hélt með Króatíu og þeir unnu 2:0

 

9. júní mánudagur

Við vöknuðum snemma og nú ætluðum við að fara í Bush garden, þessi garður er í borg á austurströnd Florida sem heitir Tampa. Við vorum svolítið lengi að keyra þangað eða einn og hálfann klukkutíma. Við vorum komin þangað kl. 9.30

Við lögðum bílnum á bílastæðið, en þá var maður ekki kominn í garðinn, því svo tók maður lest þaðan og í garðinn. Lestin var löng og hún var opin, það voru engar hliðar á vögnunum.

Þegar við komum í garðinn byrjuðum við á því að taka járnbrautalest í kring um allan garðinn, þá sáum við vel yfir garðinn og gátum áttað okkur á honum, og hvað við vildum gera í garðinum. Við fórum líka í kláf sem gekk yfir garðinn.

Garðurinn skiptist í þema eftir ýmsum Afríku löndum, eða stöðum, t.d. Egyptaland, Marocco, Nairoby, Timbuktu, Conga, og Stanleyville.

Við fórum í riverrafting í Conga, á einhverskonar slöngubát, niður flúðir.

Í Stanleyville fórum við í indjánaflúðasiglingu á eintrjáningum. Svo gengum við um og skoðuðum dýralífið, það voru þarna ýmiss dýr frá Afríku.

Bjössi fór í þrjá rússíbana þarna sem voru svo stórir, okkur hin langaði ekkert að fara í þá.

Og svo fórum við líka í gamlann timbur rússíbana. Ég var svolítið hræddur þar, grúfði mig alveg upp að Boga, og svo var tekin mynd af okkur, og þá sást ég ekkert á myndinni.

Meðan við vorum að bíða eftir að komast í síðasta rússíbanann, fór að rigna alveg ótrúlega mikið, ég hef ekki séð svona mikla rigningu fyrr, og það rigndi í einn og hálfann tíma og svo var hún búin. Það voru líka miklar þrumur og eldingar. Við urðum að bíða með að komast í timbur rússíbanann á meðan rigningin var, því hann var lokaður.

Við fórum á sýningu þar sem tamin dýr voru í aðalhlutverki, hundar, svín, páfagaukar og flamingóar. Þarna var líka garður með helling af páfagaukum, og við gátum gefið þeim að drekka og þeir komu og settust á hendurnar okkar og drukku úr litlu íláti sem við vorum með.

Við fórum út úr garðinum um kl. 19.30 og þá vorum við búin að vera í 10 klukkutíma í garðinum.

Það var ekki svo heitt í þessum bæ, Bogi sagði að það væri vegna þess að hann stendur út við ströndina.

Við komum við á kjúklingastað og fengum okkur kjúkling að borða. Ekki fínn staður, en enginn fékk í magann daginn eftir. Við vorum komin heim kl. 21.30 og þá vorum við búin að vera í burtu í 13 klukkutíma.

Ásrún keypti sko helling af hljóðfærum þarna, trommu, vindhörpu og eitthvað fleira. Hún er sko alltaf að hugsa um kennsluna.

 

10. júní þriðjudagur

Þennan dag ákváðum við að hafa það rólegt en fara um kvöldið aftur í Sea World og sjá kvöldsýninguna sem við vorum búin að sjá auglýsta. Einar_Freyr_4

Við fórum nú samt í búðir, myndavélabúð og matvörubúð. Síðan fórum við heim og elduðum okkur mat.

Á meðan við vorum heima komu allt í einu miklar þrumur og eldingar og svo fór að rigna eins og helt hefði verið úr baðkari í nærri tvo klukkutíma.

Við vorum komin í Sea World garðinn um kl. 18.30, þegar við komum virtist ekki mikið um að vera, nýbúið var að rigna, allt blaut og ekki margt um manninn.

Í fyrstu virtist allt lokað, bæði sýningar og tæki, svo við vorum að hugsa um að koma okkur heim. En þá tókum við eftir að það var sýning í gangi hjá háhyrningnum "Shamu", svo við fórum þangað. Sýningin var langt komin þannig að þegar henni lauk, ákváðum við að býða í 45 mín. eftir næstu sýningu, og Bogi gaf okkur kók á meðan.

Og sú sýning var sko frábær, mjög ólík sýningunni sem við höfðum séð á fimmtudeginum, því nú voru notaðir alls konar kastarar til að gera sýninguna flotta.

Eftir sýninguna þegar við vorum að ganga í gegnum garðinn, var eins og við gengum í gegnum ævintýri. Í hátölurunum var verið að segja sögu og ævintýra tónlist spiluð með, þetta hljómaði um allt svæðið. Svo allt í einu var farið að skjóta upp flugeldum frá stóru vatni sem við vorum einmitt að ganga fram hjá. Um leið fór í gang gosbrunna sýning, eða vatnasýning, þar sem vatnið, flugeldarnir og reykurinn frá þeim, komu saman og þá minduðust skuggamyndir af syndandi háhyrningum í loftinu. Á meðan hélt þessi ævintýratónlist og sagan áfram.

Mér fannst þetta það fallegasta af öllu, og líka skemmtilegast.

 

11. júní miðvikudagur

Einar_Freyr_5 Við vorum komin á bílastæði Disney World um kl. 11 þennan dag, þar var okkur vísað á bílastæði, eins og í hinum görðunum sem við fórum í. Svæðið okkar hét Guffi eins og Guffi ein af Disney fígúrunum og röðin var númer 46. Þetta er gert svo að maður finni nú einhverntíman bílinn, því að bílastæðin eru alveg risastór. Ásrún heldur að þau séu eins stór og allur Brynjudalurinn í Hvalfirði, en þar er sveitin mín.

Við gátum ekki gengið frá bílastæðinu og í garðinn því það er of langt, og aftur þurftum við að fara í svona opnum vögnum eins og við fórum í Bush garden á mánudaginn.

En við vorum sko ekki komin þegar við fórum úr þessum vögnum, því að þá þurftum við að fara í hraðlest að innganginum kannski svona í 10 mínútur.

Við vorum núna komin í Magic Kingdom Disney garðinn. Núna byrjuðum við líka á því að fara í lestarferð í kring um allan garðinn, svona til að kortleggja garðinn, eins og Bjössi sagði. Einar_Freyr_6

Svo gengum við þarnu um, gengum aðal götuna og sáum þá skrúðgöngu þar sem allar helstu persónum Disney voru.

Þessi garður er allt öðruvísi, þarna fórum við inn í sal eða leikhús þar sem skrímsli voru að fá okkur til að hlæja

Við fórum í litla les sem fór með okkur um hluta af "Tomorrowland" eða landi morgundagsins.

Bogi fór með mér að keyra í litlum kappakstursbíl, mér gekk nú ekki voðalega vel að keyra bílnum.

Við höllina var verið að sýna söngleik með helling að Disney persónum, og það endaði á flugeldasýningu um miðjan daginn, hún sást nú ekkert voðalega vel.

Einar_Freyr_7

Við fórum í draugahúsið, þar voru alls konar brellur notaðar sem ég kann ekki að lýsa, og búinn til draugagangur, en á einum staðnum í því sat allt í einu við hliðina á mér ógeðslegur draugur, en ég var ekkert hræddur, ég veit að þetta var plat.

Við fórum í siglingu á fljótabáti, og sigldum á vatni nokkuð stóran hring. Við vorum eiginlega að sigla í gegnum sögu Bandaríkjanna, því að á bökkum þessa vatns mátti sjá fiskimenn, indjána, gömul þorp og fleira sem er úr þeirra sögu og menningu.

Svo fórum við í aðra siglingu og það var sigling á síkjum innan húss. Allan tímann sem við vorum á þeirri siglingu var verið að spila lagið "Þar er gott að vera sem gleðin býr". Og allur texti lagsins á íslensku er svona

Þar er gott að vera sem gleðin býr,

þar sem gerast sögur og ævintýr.

Svona er veröldin okkar,

sem laðar og lokkar,

svo ljúf og hýr.

:.: Lítill heimur ljúfur hýr :.;

Eins og ævintýr.

Og þetta lag átti sko vel við þarna

Og á meðan við vorum að sigla í gegnum þetta, sáum við dúkkur upp um allt, í þjóðbúningum frá ýmsum löndum og landEinar_Freyr_8svæðum, og lagið var útsett eftir tónlistarhefð hvers lands. En ég sá ekki íslenska dúkku.

Við fórum líka út að borða þarna, við borðuðum rétt hjá þessum stað.

Síðan fórum við í Aladdin hringekju þar sem við sátum í kaffibollum. Við fórum í einhverjar fleiri hringekjur til viðbótar.

Við ætluðum í nokkrar svona skoðunarferðir í viðbót, en við þurftum að bíða alveg upp í 80 mínútur, og við nenntum því ekki. Þegar við vorum búin að vera þarna í 9 klukkutíma fórum við að halda heim. En við komum aðeins við í einni búð, og keyptum okkur Mikka mús og Disney rútu í safnið mitt.Einar_Freyr_9

Í stað þess að taka hraðlestina til baka, tókum við nú í stóran fljótabát sem gekk frá garðinum að opnu vögnunum, og síðan með þeim að bílastæðinu. Okkur gekk vel að finna bílinn okkar.

Boga langaði svo að fá sér amarískar vöflur með súkkulaði og sírópi, og þess vegna fóru við á matsölustað, eða vöflustað, þó að það væri komið kvöld, og þar fékk hann að smakka vöflu með sírópi, og nú vill hann bara vöflu með sírópi og rjóma, þegar Ásrún bakar vöflur hér heima.

 

12. júní fimmtudagur

Þennan dag höfðum við það rólegt, skruppum í matvörubúð, og keyptum ýmislegt í matinn. Fórum nú samt í eina verslunarmiðstöð, Outlett, þó að það væri búið að segja að við ætluðum að hafa það rólegt í dag.

Fórum svo heim, og allir voru sofnaðir kl. 9.30

 

13. júní föstudagur

Bjössi átti afmæli þennan dag varð 25 ára

Um kl. 11 fórum við í síðustu verslunarferðina.

Vörufluttningarbílarnir hér í Ameríku eru allt öðruvísi en þeir eru heima, og við erum búin að vera að leita að svoleiðis bíl, í rútu og flutninga bíla safnið mitt. Í dag ætluðum við að gera loka tilraunina til að finna svona bíl, en við fundum hann hvergi. En við fundum svona gula skólarútu eins og þeir nota hérna, hún er með flautu og þegar maður keyrir hana heyrist í henni.

Við fórum svo aftur í Bass Pro og keyptum okkur sjónauka. Síðan fórum við heim, og elduðum okkur kvöldmat, sem samanstóð af öllu sem við áttum til í ískápnum. Ásrún kallar það TTÍ matur. (taka til í ískápnum)

Svo bökuðum við afmælisköku með kertum á, og höfðum afmælisveislu, með kökum og kóki.

Ég er búinn að drekka mikið kók og fara oft út aða borða í þessari ferð, og það er eitt að því besta við ferðina.

Jæja við fórum svo að sofa kl. 10.30

Síðasti dagurinn og heimferðardagurinn er svo

 

14. júní laugardagur.

Þann dag skrifuðum við Ásrún ekki fyrr en að kvöldi sunnudagsins þegar við vorum komin heim.

Það er kominn sunnudagurinn 15. júní og við erum komin heim, lentum kl. 5.50 eftir íslenska tímanum, í morgun.

En dagurinn í gær byrjaði kl. 8.00 við pökkuðum niður á föstudagskvöldið og vorum því nánast tilbúin að fara af stað þegar við vöknuðum.

Við lögðum af stað kl. 9.00, skiluðum lyklinum af íbúðinni. Ég var svolítið leiður þegar við þurftum að skila íbúðinni, en ég hlakkaði samt til að koma heim.

Bjössi og Ásta voru búin að segja okkur að þau hefðu farið á stað þar sem hægt væri að kaupa morgunmat sem á stað sem héti Denny´s, og maturinn þar væri svo góður, svo við ákváðum öll að fara þangað. Og það var sko góður matur, og gott að fá svona mikinn og góðan mat fyrir þennan langa dag sem framundan var. En nú var þetta í síðasta sinn sem við færum út að borða í þessari ferð.

En af því að við áttEinar_Freyr_10um ekki að mæta á flugvöllinn fyrr en kl. 5.00 um daginn, ákváðum við að fara út á baðströnd við Daytona. Sú borg er Atlandshafsmegin á Floridaskaganum, og ekki svo langt frá Stanford flugvellinum.

Veðrið á ströndinni var alveg frábært, um 30 stiga hiti. Þarna busluðum við um einn og hálfan tíma.

Eftir þetta svaml héldum við út á flugvöll og vorum komin þangað um kl. 4.00

En þá fór að bera á því að allir höfðu brunnið þarna í sólinni, nema ég. Áburð sem við höfðum ætlað að bera á okkur þegar út á völl kom máttum við ekki taka með okkur, þannig að þau hin voru svona frekar illa á sig komin þegar við lögðum af stað í fluginu heim.

Annars gekk flugferðin heim vel, það var svolítið mikill hristingur á leiðinni.

Ég sá í fréttunum í sjónvarpinu í vetur að væri verið að setja skjái fyrir framan hvert sæti í allar flugvélar FluglEinar_Freyr_11eiða.

Ég var þess vegna mjög spenntur þegar leið að ferðinni út hvort við fengjum svoleiðis flugvél. Ég var heppinn, við fengum svona flottar flugvélar bæði þegar við fórum út, og eins þegar við komum heim.

Ég ætla að muna næst þegar ég fer til útlanda að hafa með mér stýripinnann úr PC tölvunni minni í flugvélina svo ég geti farið í tölvuleiki í flugferðinni.

Það sem ég hef haft mestan áhuga á, í ferðinni eru allar tegundirnar semEinar_Freyr_12 ég hef séð af rútum, strætisvögnum, skólabílum og bandarísku trukkunum, sem eru allt öðruvísi en þeir "íslensku".

 

Mér fannst líka skemmtilegast að fara í öll tækin í görðunum: lestarnar, hringekjurnar, kláfana, bátana og allt það.

Ég hef mikinn áhuga á fánum og ég keypti mér handklæði með fána Florida á, Ásrúnu fannst að ég ætti ekki að kaupa hanklæði með bandaríska fánanum á.

Og nú er ég kominn heim og er að fara að vinna í unglingavinnunni í fyrsta sinn á morgun.

Einar Freyr og Ásrún skrifuðu þetta saman.

Kær kveðja

Einar Freyr Jónasson