Eftir að hafa hitt Dóru Elíni hjá VILDARBÖRNUM ICELANDAIR , þar sem hún afhenti öll ferðagögn og setti okkur u-inn í nauðsynleg atriði ferðarinnar , þá rann loksins upp langþráði dagurinn !!

Í drauma ferðina skyldi haldið í boði vildarbarna Icelandair.

Í ferðina fóru Brynhildur Lára ásamt mömmu, pabba, tveim systrum sínum og ömmu , sem skellti sér með í ævintýrið til Florída.

Flugferðin gekk mjög vel og allir spenntir af tilhlökkun. Við lentum seint um kvöld og á móti okkur tók yndisleg kona, Heidí. Hún aðstoðaði okkur í bílinn og kom okkur inn í helstu atriði okkur til góða.

Svo var haldið útí nóttina á vit ævintýra Orlandó. Fyrst var að rata á hótelið okkar Tuscana Resort, það gekk mjög vel, með góðri hjálp Hertz never lost tækisins góða ;)

Á hótelinu fengum við mjög góða íbúð með öllu tilheyrandi. Hótel-svæðið er algjörlega til fyrirmyndar með allskonar afþreyjingu í boði. Sundlauga garðurinn stóð þar fremst í flokki, vel búinn með öllu því sem til þarf til að slaka á og njóta. Hann var sko mikið notaður og í miklu uppáhaldi hjá lítilli stelpu.

Við vorum mjög heppin með veðrið, sól , hiti og blíða alla daga ! Við nutum ferðarinnar út í ystu æsar, keyrðum mikið , skoðuðum margt, og versluðum ¨dálítið¨, stóð þar mest uppúr bild a bear – bangsinn sem hún Brynhildur náði sér í og gaf henni nafnið Embla Ósk. Við heimsóttum Universal, borðuðum þar á stað sem er í anda Forest Gump, Bubbagump. Kíktum í Downtown-disney, röltum þar um í veðurblíðunni, þar fann Brynhildur annan bangsa og gaf henni nafnið Millý Erla.

 Eldri stelpurnar fóru svo með pabba sínum í Epcot-disneygarðinn, sem brást sko ekki þeirra væntingum.. á meðan nutu amman, mamman og Brynhildur litla Lára lífsins í sundlauga garðinum. Brynhildi Láru fannst svo gott að hvíla sig þar og yndislegt var að sjá hversu mikið hún naut sín í hitanum, sem gerði henni mikið gott.  Við viljum endilega mæla með bar/restaurant-sins við sundlaugina, ágætis matur og frábær þjónusta.

Það er mjög auðvelt að vera þarna í allastaði. Allir svo almennilegir og umferðin mjög þægileg. Þó svo að alltaf sé varinn góður, þá kom það okkur þægilega á óvart hve örugg okkur fannst  við vera.

Öll ferðin stóð uppúr, ekki eitthvað eitt, heldur öll ferðin. Frábær minning sem á eftir að ylja okkur fjölskyldunni um hjartað, um ókomnatíð.

Brynhildur Lára og fjölskylda hennar nutu svo sannalega verunnar í Orlandó. Og er sú stutta farin að safna fyrir næstu ferð og syngur hástöfum ¨sól, sól skín á mig¨. Fyrir hana , blinda, gekk allt upp !!  Þó svo að úthaldið hafi oft verið af skornum skammti, hafði hún svo gott af þessari ferð, svo og við öll.

Við getum með sanni sagt að þetta er sú besta og kærkomnasta gjöf sem hugsast getur. Sérlega þegar erfiðir tímar hafa herjað á mann og kollvarpað öllu.

GJÖF SEM VIÐ FÁUM SEINT FULLÞAKKAР