4. nóvember

Stóri ferðadagurinn runninn upp. Vildarbarnið Aron fór í skólann um morguninn enda flugið ekki fyrr en seinni partinn.  En þegar hann var sóttur klukkan 13 í skólann var hann mjög spenntur að fara að leggja af stað uppá flugvöll og leggja af stað til Orlando. Með í ferðinni voru Aron, fósturmamma hans Díana, Vignir kærasti hennar, Daníel stóri bróðir Arons, amma og afi.

Ferðin út gékk mjög vel. Aron var duglegur að sofa í vélinni enda klukkan orðin frekar margt fyrir hann. Við lentum úti frekar seint og tók langan tíma að komast í gegnum öryggisathugun á flugvellinum úti og var Aron orðin frekar þreyttur á þessari bið.  En loks komumst við í gegn og Heidi tók á móti okkur þegar við vorum búin að sækja töskurnar okkar og tilbúin til að fara. Fórum á bílaleiguna og sóttum bílaleigubílana okkar og fórum beint á hótelið að sofa eftir langan dag.

5. nóvember

Þennan dag ákváðum við bara að taka því rólega enda flestir þreyttir eftir ferðalagið daginn áður. Við byrjuðum á því að fara í Walmart og versla mat til að eiga á hótelinu. Því næst var farið að skoða sundlaugina og vorum við þar heillengi. Eftir að við komum á hótelið aftur seinni partinn var Aron mjög þreyttur og kominn með smá hita og sofnaði mjög fljótt og svaf alveg þangað til daginn eftir.  Við hin skiptumst því á að fara og fá okkur að borða og skoða aðeins um kvöldið.

6. nóvember

Aron var ennþá smá slappur þegar hann vaknaði þannig aftur skiptumst við hin á að kíkja í búðir sem voru í nágrenni við hótelið. Eftir hádegi var Aron orðin hress og ákváðum við því að kíkja á Cheesecake factory að borða um kvöldið. Alltaf góður maturinn þar og tókum við með okkur ostakökur til baka á hótelið.

7. nóvember

Við byrjuðum daginn á því að kíkja í Gatorland. Var mjög gaman að skoða alla stóru krókódílana og hin dýrin þar.  Þegar við vorum búin þar fórum við hótelið og kíktum aðeins í sundlaugina en þar fannst Aroni best að vera J

8. nóvember

Amma og afi ákváðu að fara til Tampa að heimsækja vinafólk sitt og vera í eina nótt hjá þeim en Aron, Daníel, Díana og Vignir voru eftir og fórum við smá stund í outlet mallið og versluðum föt og skó á okkur og fórum svo aftur á hótelið og í sundlaugina.

9. nóvember

Dagurinn var svipaður og dagurinn áður. Við kíktum í nokkrar búðir, kaupa meiri mat og fleira og svo bara beint í sundlaugina en Aroni og Daníel fannst mjög gaman að leika sér þar saman en við keyptum mikið af sundlaugardóti í Target til að leika okkur með. Amma og afi komu svo seinni partinn til baka frá Tampa og fórum við þá öll saman út að borða.

10. nóvember

Aron var mjög spenntur þegar hann vaknaði því í dag átti að fara í Aquatica vatnsrennibrautagarðinn og hlakkaði Aron mjög til þess enda veit hann fátt skemmtilegra en að vera í sundi og rennibrautum. Við byrjuðum á að finna sólbekki þar sem við gátum skilið dótið okkar eftir og svo rölt af stað til að skoða garðinn.  Við byrjuðum í öldulauginni og fannst Aroni það mjög skemmtilegt þó hann var svolítið hissa á þessum „látum“ í byrjun. Það eru 2 barnasvæði í Aquatica og fannst Aroni mjög skemmtilegt að leika sér þar með Díönu og ömmu á meðan stóru strákarnir fóru í stærri rennibrautirnar. Við vorum í garðinum allan daginn og fengum okkur svo kvöldmat á leiðinni á hótelið.

11. nóvember

Í dag lá leiðin í Animal Kingdom sem er einn af Disney görðunum. Aroni fannst sá garður mjög skemmtilegur en samt smá þreytandi að bíða í röðum og allt sem fylgdi. Við tókum með læknisvottorð fyrir Aron og við þurftum því ekki að bíða í alveg jafn löngum röðum og margir aðrir.  Við löbbuðum í gegnum allan garðinn skoðuðum fullt af dýrum en skemmtilegast fannst Aroni að fara í safari jeppaferð í gegnum Afríku hlutann. Hann fór einnig í slöngubát með ömmu sinni og Daníel sem honum fannst mjög gaman.

12. nóvember

Amma fór aðeins í búðir þennan dag og á meðan kíktum við hin aðeins á veitingastað sem er rétt hjá hótelinu og horfðum þar á fótboltaleik þar sem Ísland var að spila við Króatíu. Fengum okkur hádegismat á meðan við horfðum á leikinn og vorum við hress eftir leik þó hann fór ekki alveg eins og við Íslendingarnir vorum að vona J Restina af deginum vorum við í sundlauginni að leika okkur og fórum svo útað borða um kvöldið.

13. nóvember

Díana og Vignir fengu að kíkja aðeins í búðir þegar allir voru komnir á fætur og á meðan fóru Aron og Daníel í sundlaugina með ömmu og afa. Þegar Díana og Vignir komu aftur kíktum við í Downtown Disney sem heitir víst Disney Springs núna og var mjög gaman að labba þar.  Við byrjuðum á því að fara að skoða „Characters in Flight“ sem er loftbelgur þarna en við vorum búin að sjá hann mörgum sinnum áður í loftinu þegar við vorum að keyra framhjá Disney Springs.  Það var því gaman að skoða hann svona nálægt og að sjálfsögðu ákváðum við að fara með honum upp. Fannst öllum það mjög gaman þó Aron var alveg tilbúin að fara niður aftur þegar þetta var búið. Við röltum svo um og skoðuðum allt sem var þarna, ætluðum svo að borða kvöldmat en það var svo mikið af fólki og mikil bið eftir borði að við ákváðum að fara annað að borða.

14. nóvember

Það var skýjað í dag og aðeins of kalt til að fara í sundlaugina þannig við skiptum liði og fóru amma, afi og Daníel í Mall of America og outlet mallið til að kaupa það sem átti eftir að kaupa. Aron, Díana og Vignir kíktu aðeins í búðir líka og svo var bara slappað af restina af deginum og byrjað að pakka þar sem það er heimferð á morgun.

15. nóvember

Þá er komið að því að fara heim.  Við vöknuðum snemma og kláruðum að pakka og skráðum okkur svo út af hótelinu.  Við þurftum svo að drepa tímann þar til við þurftum að fara á flugvöllinn 3 tímum seinna.  Amma, afi og Daníel fóru í nokkrar búðir en Díana, Vignir og Aron urðu eftir og kíktu smá í sundlaugina og svo á veitingastað til að fá okkur hádegismat áður en við hittumst svo öll á flugvellinum.
Ferðin heim gékk mjög vel eins og ferðin út og Aron náði að sofa í flugvélinni enda var þetta næturflug.  Við lentum svo á Íslandi eldsnemma daginn eftir og fórum beint heim að hvíla okkur aðeins.

Þessi ferð var mjög skemmtileg og erum við mjög þakklát fyrir að hafa fengið að fara öll saman í þessa ferð. Á meðan Aroni fannst mjög skemmtilegt að fara í garðana og skoða dýrin og flakka um Orlando þá fannst honum alltaf skemmtilegast að fá að leika sér í sundlauginni á hótelinu J  Takk kærlega fyrir okkur!