10.05.2011

Fyrir árshátið Icelandair tóku starfsmenn þátt í að gera glæsileg myndbönd og óhætt er þó að segja að eitt myndbandið hafi borið höfuð yfir herðar í keppninni. Það var myndband þeirra Snorra Bjarnvins Jónssonar, Péturs Ludvik Lentz, Heimis Helgasonar og Björns Inga Hafliðasonar, það sem almennt er kallað crew myndbandið.  

Myndband þeirra fékk verðlaun fyrir mesta áhorfið (80.194) og einnig atkvæði dómnefndarinnar fyrir besta myndbandið. Myndbandið öðlaðist heimsfrægð og rataði inn á fréttavefi víðsvegar um heiminnn. 

Nú hafa sigurvegararnir ákveðið að láta verðlaunaféð renna til Vildarbarna, en það eru samtals 80.000.- krónur.

Engin efast um það að Vildarbörn eiga eftir að njóta vel framtaks flugmannanna og er þeim færðar kærar þakkir.