31.10.2010

Hótel Nordica rétt náði að þurrka stýrurnar úr gluggunum eftir annars annasama nótt, er starfsmenn Icelandair Group strunsuðu inn með poka og pinkla. Fyrsti Kompudagur Icelandair Group var kominn á flug. Sextíu básar sem Brynhildur og co á Hotel Nordica voru búin að skipuleggja stóðu tilbúnir fyrir söluglaða starfsmenn Icelandair Group.

Milli kl. 10:00 og 12:00 breyttist ásýnd hótelsins og stórt markaðstorg varð til á einu augabragði. Líklega runnu tvær grímur á hótelstjórann Ingólf Haraldsson, er átti hugmyndina að Kompudeginum, er salurinn fylltist af kaupglöðu fólki. 

Fyrsti sölubásinn sem mætti gestum Kompudagsins var sölubás Vildarbarna og þar tók Dóra Elin hjá Vildarbörnum á móti fólki með bros á vör.