19.10.2009

Úthlutað verður úr sjóði Vildarbarna Icelandair fyrsta vetrardag næstkomandi. Í tilefni af úthlutuninni munu þau börn sem fá úthlutað á laugardaginn hittast ásamt fjölskyldum sínum á Hótel Loftleiðum og taka á móti Viðurkenningarskjali.

Börnin munu hitta verndara sjóðsins frú Vigdísi Finnbogadóttur ásamt stjórn Vildarbarna og þyggja léttar veitingar.