19.06.2015

Þann 17. júní stóð Fótbolti.net fyrir veglegri vítaspyrnukeppni á gervigrasvelli Vals á Hlíðarenda þar sem þátttakendum gafst kostur á að styrkja Vildarbörn Icelandair. Þátttökugjald var 1000 kr. og allur ágóði rann til Vildarbarna Icelandair. 

Markverðir úr Pepsi-deildinni og 1. deildinni stóðu milli stanga en þegar nær dró úrslitum stóð Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsmarkvörður í markinu. 

Keppt var þar til einn sigurvegari stóð eftir og hlaut sá keppandi titilinn vítaskytta Íslands árið 2015. 

Sigurvegarinn í ár var Albert Guðmundsson og fékk hann í verðlaun tvo flugmiða frá Icelandair og takkaskó frá Adidas. 

Samtals tóku 314 þátt í keppninni og samtals söfnuðust 406.450 kr. fyrir Vildarbörn Icelandair. 

Við viljum þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir stuðninginn.