Vildarborn  vor 2019

Opnað verður fyrir umsóknir 1. júní 2023

Vildarbörn styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmið Vildarbarna er að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra til að ferðast sem ekki eiga möguleika á því að öðrum kosti. Þannig styrkja Vildarbörn fjölskyldur sem búa við sérstakar aðstæður, kröpp kjör eða aðra erfiðleika sem skapast t.d. vegna alvarlegra veikinda, ytri aðstæðna eða af öðrum ástæðum.

Næsta úthlutun er sumardaginn fyrsta þann 20. apríl 2023.  Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.

Fjöldi umsókna sem berst ár hvert skiptir hundruðum.  Allar umsóknir sem berast Vildarbörnum eru yfirfarnar af sérstakri fagnefnd Vildarbarna. Í þessum mikla fjölda umsókna eru margar fjölskyldur sem búa við afar erfiðar aðstæður. Ástæður þessar geta verið margvíslegar. Fagnefnd og stjórn Vildarbarna bíður því það stóra verkefni ár hvert að velja úr þessum hópi. Það er afar erfitt og flókið verk enda margar fjölskyldur sem ánægjulegt væri að styrkja. Stjórn Vildarbarna og fagnefnd vinna störf sín eins vel og kostur er. Sú fjárhæð sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar er hins vegar takmörkuð. Eins er því fjöldi barna sem hægt er að veita slíka för takmarkaður. Fagnefnd verður því að meta umsóknirnar út frá mörgum þáttum.

Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel út fylltar og þær upplýsingar sem beðið er um komi skýrt fram. Þannig þurfa að koma fram upplýsingar um barnið, vanda þess og aðstæður. Einnig verða að koma vel fram upplýsingar um störf beggja foreldra/forjáraðila ásamt fjölskyldu og fjárhagsupplýsingum. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um fyrri utanlandsferðir. Þeir fjölskyldumeðlimir sem farið geta í ferðina eru börni yngri en 18 ára sem búa á heimilinu. Í undanteknigartilfellum er mögulegt að sækja um að aðstoðarmaður/kona fari með í ferðina ef það er nauðsynlegt vegna veikinda barnsins eða annarra aðstæðna. Ófullnægjandi eða rangar upplýsingar minnka líkur á að viðkomandi fjölskylda fái styrk.

Þær fjölskyldur sem hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður koma almennt ekki til greina aftur.

Eins og fram er komið er valið úr miklum fjölda umsókna. Stjórn Vildarbarna vonar að allir sýni því fullan skilning að fjöldi ferða er takmarkaður.