Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til ferðalaga ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður af Icelandair sumardaginn fyrsta árið 2003
Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Fjármögnun
Sjóðurinn er fjármagnaður með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi Icelandair við upphaf starfseminnar og með rausnarlegum stuðningi Sigurðar Helgasonar og Peggy Helgasonar. Í öðru lagi með framlögum frá félögum í Saga Club, sem geta gefið ákveðinn fjölda ferðapunkta sinna árlega. Í þriðja lagi með mynt sem farþegum býðst að setja í umslög sem eru í sætisvösum véla Icelandair og flugfreyjur/þjónar félagsins taka á móti umslögunum. Auk þess hefur Icelandair og starfsfólk fyrirtækisins veitt Vildarbörnum margvíslegan stuðning.
Fjárhald
Landsbanki Íslands annast fjárhald sjóðsins.
Stjórn Vildarbarna
Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, formaður sjóðsins, Peggy Oliver Helgason, iðjuþjálfi, Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Barnaspítala Hringsins, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna, Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustu- þróunar- og markaðsviðs, Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningarstöðvar Ríkisins, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar.
Fagnefnd
Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, formaður sjóðsins, Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Barnaspítala Hringsins, Peggy Oliver Helgason, iðjuþjálfi, Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningarstöðvar Ríkisins, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair.
Sjóðurinn starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.